Innlent

Endurskoðun tekin fyrir ári of seint

Gamlir Grikkir Umfjöllun um aðstoð AGS við Grikki vegna efnahagsþrenginga þar í landi var fyrirferðarmikil á kynningarfundi sjóðsins í gær. Fréttablaðið/AP
Gamlir Grikkir Umfjöllun um aðstoð AGS við Grikki vegna efnahagsþrenginga þar í landi var fyrirferðarmikil á kynningarfundi sjóðsins í gær. Fréttablaðið/AP

Ekki kemur í ljós fyrr en að afloknum fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í dag hvort náðst hefur að tryggja fjármögnun á framgangi efnahagsáætlunar Íslands og AGS.

Þetta kom fram á reglubundnum upplýsingafundi sjóðsins í gær. Á fundinum sagði Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs AGS, hins vegar að úr ákvörðun framkvæmdastjórnar og starfsliðs AGS um að leggja málið fyrir stjórnina megi lesa trú þeirra á að málið sé fundartækt og líklegt til framgöngu.

AGS lýsti því yfir fyrir helgi að í dag yrði tekin fyrir á stjórnarfundi önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að þessi endurskoðun ætti sér stað í maílok 2009, þannig að nærri ársdráttur hefur orðið á áætluninni.

Töfin skýrist á því að á meðan deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um lyktir Icesave-samkomulags er ólokið hefur ekki verið hægt að tryggja fjármögnun áætlunarinnar.

Heimildir Fréttablaðsins herma að ákvörðun sjóðsins um að taka málið fyrir ráðist af því að stjórnvöld hafi í viljayfirlýsingu stefnt að því að ljúka samningum um Icesave sem fyrst, að því gefnu að viðunandi niðurstaða fengist. Verði endurskoðunin samþykkt verða afgreidd hingað lán í tengslum við efnahagsáætlunina frá AGS og Póllandi. - óká



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×