Innlent

Mikill verðmunur milli apóteka á lausasölulyfjum

MYND/Stefán

Verðmunur á lausasölulyfjum í apótekum höfuðborgarsvæðisins er allt að 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. febrúar - 10. mars s.l. þar sem borið var saman verð á tíu algengum lausasölulyfjum í 31 apóteki á höfuðborgarsvæðinu.

Algengur verðmunur á vörunum, þar sem þær voru ódýrastar og þar sem þær voru dýrastar, var um 30% en mestur var hann tæp 50%. Flestar vörur voru ódýrastar í Garðsapóteki en flestar voru þær dýrastar í Laugarnesapóteki.











Á sama tíma gerði Neytendastofa skoðun á ástandi verðmerkinga í apótekum á sama tíma og verðkönnunin var gerð, sem leiddi í ljós að einungis níu apótek höfðu lausasölulyf verðmerkt. „Nauðsynlegt er að vörur séu vel verðmerktar svo neytendur geti borið saman verð þeirra á milli apóteka og út frá því tekið ákvörðun um hvar þeir vilja versla. Því eins og niðurstöður þessarar könnunar sýna getur verðmunurinn verið töluverður," segir í tilkynningu frá Neytendastofu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×