Innlent

Fundað vegna Icesave á þriðjudaginn

Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis munu að öllum líkindum eiga fund um Icesave með utanríkismálanefnd breska þingsins í Lundúnum á þriðjudag í næstu viku. Árni Þór Sigurðsson formaður nefndarinnar staðfesti þetta við fréttastofu í dag.

Forystufólk stjórnar- og stjórnarandstöðu fundaði í dag með Lee Buchheit formanni íslensku samninganefndarinnar um Icesave deiluna. Ekkert liggur fyrir um hvenær næsti samningafundur landanna þriggja fer fram.

En samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru Hollendingar mun erfiðari í samskiptum þessa dagana en Bretar og er það aðallega skrifað á kosningabaráttuna sem nú fer fram í Hollandi.

Buchheit og formenn samninganefnda Hollands og Bretlands hafa verið í samskiptum undanfarna daga þótt ekki hafi verið fundað formlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×