Innlent

Tekinn úr tjörn við íbúðarhús

Síberíustyrja Eva Dögg Steinarsdóttir Röver, til vinstri fann síberíustyrjuna spriklandi í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði.Frétatblaðið/Valli
Síberíustyrja Eva Dögg Steinarsdóttir Röver, til vinstri fann síberíustyrjuna spriklandi í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði.Frétatblaðið/Valli

Furðufiskur sem fannst spriklandi úti í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði er síberíustyrja. Talið er að fugl hafi veitt skrautfiskinn úr tjörn við hús í Hafnar-firði.

Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að tíu ára stúlka í Hafnarfirði fann styrjuna, sem var enn með lífsmarki, eftir að fugl missti hann úr goggi sínum á flugi yfir móann.

Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur frá Hafrannsóknastofnun, rannsakaði fiskinn um helgina. Hann segir að þetta sé síberíustyrja, sem heitir acipenser baerii á latínu, og er ein fjögurra styrjutegunda sem vinsælt er að selja sem skrautfiska í tjarnir erlendis.

„Ég hef heyrt sögur um að mávar og jafnvel kettir hreinsi allt líf úr tjörnum," segir Hlynur Grétarsson. Hann rekur Fiskaspjall.is þar sem um 1.600 skrautfiskaeigendur skrifa um sitt áhugamál.

Hlynur segir það hafa færst í vöxt að skrautfiskar séu settir í tjarnir við íbúðarhús og veit um nokkrar slíkar tjarnir í Hafnarfirði.

„Eigendurnir taka ekki eftir neinu fyrr en þeir setja sólstóla út við tjörnina eitthvert kvöldið," segir Hlynur.

„Ég er hissa á að mávur hafi náð í styrjuna. Hún er botnfiskur." Hann segir algengast að fuglar og kettir veiði gullfiska og þær tegundir sem eru næst yfirborði tjarnanna."

Eigandi styrjunnar hefur ekki gefið sig fram. Hlynur segir líklegt að hann hafi greitt um 20.000 krónur fyrir 25 cm langa styrju í íslenskri skrautfiskaverslun. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×