Innlent

Bjóða ferðamönnum upp á selaskoðun

Selaskoðun af sjó er það nýjasta í ferðaþjónustu. Tveir menn á Hvammstanga bregðast við verkefnaskorti með því að breyta gömlum rækjubáti í selaskoðunarbát.

Báturinn var í 30 ár gerður út á rækju, bæði í Húnaflóa og í Ísafjarðardjúpi, og það er tímanna tákn að nú á að gera bátinn út á ferðamenn. Þetta er leið Kjartans Sveinssonar trésmiðs gegn verkefnaskorti, og Eðvald Daníelssonar útgerðarmanns gegn kvótaleysi, að gera upp bátinn og fá honum nýtt hlutverk.

Þeir sjá þarna tækifæri til að prjóna við velgengni selasetursins á Hvammstanga og eru sannfærðir um að ferðamenn vilji líka fara í siglingu til að sjá sel. Jafnframt ætla þeir að bjóða upp sjóstangaveiði og miðnætursiglingar. Siglingarnar hefjast upp úr miðjum maí og í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segjast þeir fullir bjartsýni um að þetta getið gengið.

 







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×