Lífið

Lokun vofir yfir Kattholti

Sigríður Heiðberg í Kattholti segir rekstur kattaheimilisins vera erfiðan. Hún hefur óskað eftir fundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/GVA
Sigríður Heiðberg í Kattholti segir rekstur kattaheimilisins vera erfiðan. Hún hefur óskað eftir fundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/GVA

„Ég segi kannski ekki að við séum að loka akkúrat núna. En ef þetta heldur svona áfram þá verður gengið á eigur Kattavinafélagsins og það finnst mér ekki rétt,“ segir Sigríður Heiðberg, framkvæmdastjóri Kattholts. Sigríður staðhæfir að ef Kattholti berist ekki aðstoð frá yfirvöldum við reksturinn sé raunveruleg hætta á að Kattholti verði lokað. „Við getum ekki rekið þetta áfram á þessum forsendum, Reykjavíkurborg borgar sjö daga fyrir óskiladýr, Mosfellsbær og Seltjarnarnes líka en önnur sveitarfélög greiða ekki neitt þótt við séum að taka við dýrum frá þeim. Og svo erum við að borga meira en eina milljón í fasteignagjöld á ári. Við ráðum einfaldlega ekki við þetta,“ segir Sigríður og bætir því við að efnahagskreppan hafi orðið til þess að verð á allri þjónustu hafi hækkað.

Sigríður segist hafa óskað eftir fundi með borgarstjóranum, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, en veit ekki hvenær af því verður. „Samstarfið við borgina hefur reyndar verið með hreinum ágætum en við getum ekki staðið undir þessum greiðslum,“ segir Sigríður en bætir því við að það myndi skapast ófremdarástand í kattarmálum ef Kattholti yrði lokað. „Það yrðu bara heimilislausir kettir úti um allt,“ segir Sigríður en á aðeins tveimur mánuðum hafa 76 kisur komið í Kattholt, kettlingafullar læður og litlir kettlingar. 25 af þeim eru farnar til síns heima. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.