Hætta á gjaldeyrisþurrð ef erlendu lánin berast ekki 4. mars 2010 06:00 gylfi magnússon Tafir á endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hafa valdið efnahagslegum búsifjum. Þetta segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta er samhljóma mati hagfræðinga Alþýðusambandsins sem kynnt var í síðustu viku. Gylfi segir að verulegur kostnaður hafi hlotist af töfinni. Talsvert snúið sé að meta hann í krónum og aurum, en tvímælalaust hafi töfin seinkað hagvexti og ýmsum framkvæmdum. Vextir séu hærri, krónan veikari og atvinnuleysi meira fyrir vikið. Hagur ríkissjóðs sé almennt verri vegna þessa. Gylfi segir það áhyggjuefni að það fé sem ekki tekst að skapa, á meðan hagvöxtur og þjóðarframleiðsla eru niðri, sé tapað fé. Það fáist ekki aftur. Hann segir töf á Icesave, sem aftur hafi tafið endurskoðun áætlunarinnar, skaðlega. Hefði verið gengið frá málinu síðasta vor mætti gera ráð fyrir að gjaldeyrishöftin væru horfin eða verulega minni. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir efnahagsáætlunina fela í sér að þjóðin verði ekki fyrir sama skelli til skamms tíma og annars hefði orðið. Aðkoma AGS auki trúverðugleika efnahagsstefnunnar og lán frá Norðurlöndunum hafi, samkvæmt áætlun, átt að verja lífskjör og skapa aðstæður til að létta á gjaldeyrishöftum. „Ef þessi lán fást ekki og aðgangur ríkisins að erlendum lánsfjármörkuðum helst lokaður, og Norðurlöndin standa fast á því að vilja ekki lána íslenska ríkinu frekar, þá þarf að fara aftur að teikniborðinu og búa til aðra efnahagsáætlun.“ Gylfi segir að slík áætlun mundi líklega felast í enn frekari lækkun þjóðarútgjalda til að afla gjaldeyris. Þetta sé unnt að gera með lækkun gengis krónunnar, skattahækkunum eða niðurskurði ríkisútgjalda. Lífskjör myndu skerðast enn frekar. Markmið áætlunarinnar hafi verið að nýta stöðugleika í efnahagslífinu til að treysta fyrirtæki, atvinnurekstur og fjármálakerfi. „Slík uppbygging krefst pólitískrar sáttar, að unnið sé eftir trúverðugri áætlun og stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar leggist á eitt við að styðja við uppbyggingu fyrirtækja og atvinnulífs í landinu.“ Gylfi Magnússon segir vissulega mikil ríkisútgjöld framundan, ekki síst vegna langtímalána. Hann telji þó að um leið og hnúturinn varðandi endurskoðun AGS leysist rakni úr vandanum. Ríkissjóður ætti þá að geta endurfjármagnað há lán sem verður að gera í lok árs 2011 og á árinu 2012. Samkvæmt minnisblaði Seðlabanka Íslands frá 18. desember námu skuldir þjóðarbúsins 5.150 milljörðum króna um áramótin, eða 320 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þar eru meðtaldar skuldir einkafyrirtækja. Í minnisblaðinu var gert ráð fyrir að Icesave-skuldin (brúttó) yrði um 800 milljarðar króna um áramótin síðustu. Sé reiknað með 88 prósent heimtum eigna gamla Landsbankans verði sú tala 230 milljarðar um næstu áramót. Í dag er reiknað með yfir 90 prósent heimtum. Hrein erlend staða verði neikvæð um tæplega 1.450 milljarða króna í árslok 2010, sem nemur 91 prósenti af vergri landsframleiðslu. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Tafir á endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hafa valdið efnahagslegum búsifjum. Þetta segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta er samhljóma mati hagfræðinga Alþýðusambandsins sem kynnt var í síðustu viku. Gylfi segir að verulegur kostnaður hafi hlotist af töfinni. Talsvert snúið sé að meta hann í krónum og aurum, en tvímælalaust hafi töfin seinkað hagvexti og ýmsum framkvæmdum. Vextir séu hærri, krónan veikari og atvinnuleysi meira fyrir vikið. Hagur ríkissjóðs sé almennt verri vegna þessa. Gylfi segir það áhyggjuefni að það fé sem ekki tekst að skapa, á meðan hagvöxtur og þjóðarframleiðsla eru niðri, sé tapað fé. Það fáist ekki aftur. Hann segir töf á Icesave, sem aftur hafi tafið endurskoðun áætlunarinnar, skaðlega. Hefði verið gengið frá málinu síðasta vor mætti gera ráð fyrir að gjaldeyrishöftin væru horfin eða verulega minni. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir efnahagsáætlunina fela í sér að þjóðin verði ekki fyrir sama skelli til skamms tíma og annars hefði orðið. Aðkoma AGS auki trúverðugleika efnahagsstefnunnar og lán frá Norðurlöndunum hafi, samkvæmt áætlun, átt að verja lífskjör og skapa aðstæður til að létta á gjaldeyrishöftum. „Ef þessi lán fást ekki og aðgangur ríkisins að erlendum lánsfjármörkuðum helst lokaður, og Norðurlöndin standa fast á því að vilja ekki lána íslenska ríkinu frekar, þá þarf að fara aftur að teikniborðinu og búa til aðra efnahagsáætlun.“ Gylfi segir að slík áætlun mundi líklega felast í enn frekari lækkun þjóðarútgjalda til að afla gjaldeyris. Þetta sé unnt að gera með lækkun gengis krónunnar, skattahækkunum eða niðurskurði ríkisútgjalda. Lífskjör myndu skerðast enn frekar. Markmið áætlunarinnar hafi verið að nýta stöðugleika í efnahagslífinu til að treysta fyrirtæki, atvinnurekstur og fjármálakerfi. „Slík uppbygging krefst pólitískrar sáttar, að unnið sé eftir trúverðugri áætlun og stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar leggist á eitt við að styðja við uppbyggingu fyrirtækja og atvinnulífs í landinu.“ Gylfi Magnússon segir vissulega mikil ríkisútgjöld framundan, ekki síst vegna langtímalána. Hann telji þó að um leið og hnúturinn varðandi endurskoðun AGS leysist rakni úr vandanum. Ríkissjóður ætti þá að geta endurfjármagnað há lán sem verður að gera í lok árs 2011 og á árinu 2012. Samkvæmt minnisblaði Seðlabanka Íslands frá 18. desember námu skuldir þjóðarbúsins 5.150 milljörðum króna um áramótin, eða 320 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þar eru meðtaldar skuldir einkafyrirtækja. Í minnisblaðinu var gert ráð fyrir að Icesave-skuldin (brúttó) yrði um 800 milljarðar króna um áramótin síðustu. Sé reiknað með 88 prósent heimtum eigna gamla Landsbankans verði sú tala 230 milljarðar um næstu áramót. Í dag er reiknað með yfir 90 prósent heimtum. Hrein erlend staða verði neikvæð um tæplega 1.450 milljarða króna í árslok 2010, sem nemur 91 prósenti af vergri landsframleiðslu. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira