Innlent

Vonast eftir lausn í Icesave í dag - eða á morgun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að vonir væru bundnar við að nýr Icesave samningur gæti náðst í dag eða á morgun.

Ýmislegt benti til að Bretar og Hollendingar væru reiðubúnir til að ræða betri vaxta- og greiðslukjör Íslands. Fjármálaráðherra ræddi við bankamálaráðherra Bretlands í gærkvöldi og við fjármálaráðherra Hollands í morgun og urðu þeir sammála eftir þann fund að kalla samninganefndirnar saman til fundar.

Jóhanna og Steingrímur eru bæði sammála um að ef nýr samningur ða samningsdrög liggi fyrir sem stjórn og stjórnarandstaða geti sætt sig við, væri tilgangslaust að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ef nýr samningur lægi fyrir ætti að vera hægt að afgreiða hann fljótt á Alþingi. Fjármálaráðherra sagðist líka óttast hvað gerðist ef Icesave yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess að nýr samningur lægi fyrir.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×