Eurovision-farar fá sex milljónir frá Ríkisútvarpinu 1. mars 2010 03:00 Kostnaðurinn við Eurovision hefur verið skorinn við nögl. Þau Hera Björk og Örlygur Smári fá sex milljóna króna styrk til að fullklára lagið, gera myndband, ráða fólk, gera kynningarbæklinga og diska. Jóhanna Jóhannsdóttir segir ekki hægt að skera kostnaðinn við Eurovision meira niður. Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári fá sex milljónir frá RÚV til að undirbúa þátttöku sína í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Osló í lok maí. Þetta er sama upphæð og Óskar Páll Sveinsson og Jóhanna Guðrún fengu í fyrra samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upphæðin þykir ansi lág enda á hún að standa straum af útgáfu kynningarbæklinga, myndbandsgerðar, búninga og öðru því sem fylgir þátttöku í þessari keppni.Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur það gerst að þeir sem hafa keppt fyrir hönd Íslands hafi þurfti að borga með sér svo þeir gætu tekið þátt í þessari keppni. Styrkurinn er greiddur út um leið og sigurlagið hefur verið valið enda hefst þá þrotlaus vinna við undirbúninginn. Jóhanna Jóhannsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, segir heildarupphæðina sem fari í Eurovision-þátttöku í ár þá sömu og í fyrra. „Kostnaðurinn er í kringum 25 milljónir, við getum ekki farið neitt neðar í niðurskurði til að geta sinnt lágmarksþjónustu sem krafist er af okkur í þessari keppni,“ segir Jóhanna og bætir því við að í fyrra og fyrir tveimur árum hafi verið ráðist í mikinn niðurskurð á þessum viðburði. Hún segir stærsta kostnaðaliðinn í þessu vera hótelgistingu, dagpeninga og ferðakostnað því íslenska krónan sé mjög veik gagnvart erlendum gjaldmiðlum um þessar mundir. Jóhanna segir hópinn sem fari út til Noregs sé lágmarkshópur samkvæmt forsendum og reglum keppninnar. „Jónatan Garðarsson verður farastjóri eins og undanfarin ár og svo verða þrír aðrir starfsmenn frá RÚV á svæðinu, þulur, myndapróducent og tökumaður“ útskýrir Jóhanna. Ekki liggur fyrir hver verður þulur fyrir hönd Íslands en Sigmar Guðmundsson hefur sinnt því starfi með glæsibrag undanfarin ár. Hópurinn sem fylgir tónlistarfólkinu er ögn stærri, í þeim flokki verða höfundur og flytjandi og þeir sem eru með honum á sviðinu, alls sex manns. „Og svo eru það sminka og fólkið með fötin og allt sem tengist því.” freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári fá sex milljónir frá RÚV til að undirbúa þátttöku sína í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Osló í lok maí. Þetta er sama upphæð og Óskar Páll Sveinsson og Jóhanna Guðrún fengu í fyrra samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upphæðin þykir ansi lág enda á hún að standa straum af útgáfu kynningarbæklinga, myndbandsgerðar, búninga og öðru því sem fylgir þátttöku í þessari keppni.Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur það gerst að þeir sem hafa keppt fyrir hönd Íslands hafi þurfti að borga með sér svo þeir gætu tekið þátt í þessari keppni. Styrkurinn er greiddur út um leið og sigurlagið hefur verið valið enda hefst þá þrotlaus vinna við undirbúninginn. Jóhanna Jóhannsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, segir heildarupphæðina sem fari í Eurovision-þátttöku í ár þá sömu og í fyrra. „Kostnaðurinn er í kringum 25 milljónir, við getum ekki farið neitt neðar í niðurskurði til að geta sinnt lágmarksþjónustu sem krafist er af okkur í þessari keppni,“ segir Jóhanna og bætir því við að í fyrra og fyrir tveimur árum hafi verið ráðist í mikinn niðurskurð á þessum viðburði. Hún segir stærsta kostnaðaliðinn í þessu vera hótelgistingu, dagpeninga og ferðakostnað því íslenska krónan sé mjög veik gagnvart erlendum gjaldmiðlum um þessar mundir. Jóhanna segir hópinn sem fari út til Noregs sé lágmarkshópur samkvæmt forsendum og reglum keppninnar. „Jónatan Garðarsson verður farastjóri eins og undanfarin ár og svo verða þrír aðrir starfsmenn frá RÚV á svæðinu, þulur, myndapróducent og tökumaður“ útskýrir Jóhanna. Ekki liggur fyrir hver verður þulur fyrir hönd Íslands en Sigmar Guðmundsson hefur sinnt því starfi með glæsibrag undanfarin ár. Hópurinn sem fylgir tónlistarfólkinu er ögn stærri, í þeim flokki verða höfundur og flytjandi og þeir sem eru með honum á sviðinu, alls sex manns. „Og svo eru það sminka og fólkið með fötin og allt sem tengist því.” freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira