Innlent

Útilokað að leysa deiluna á viku

Mynd/Pjetur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir útilokað að hægt verði leysa Icesave deiluna áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram eftir viku.

„Staðan er sú samninganefndir Hollands og Bretlands hafa í rauninni ekki umboð til að gera breytingar og er það fyrst og fremst vegna ástandsins í Hollandi. Þá er spurningin hvort að tala eigi sérstaklega við Breta fyrst. Það er þess virði að kanna það. Það er algjörlega útilokað að ná að klára þetta fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna," segir Sigmundur Davíð.

Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi tvímælalaust að fara fram. „Enda held ég að það væri algjörlega ómögulegt að draga það til baka rétt fyrir upphaf hennar. Margir yrðu ákaflega ósáttir við það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×