Innlent

Ölvisholt kærir synjun ÁTVR

Flöskumiðinn umdeildi. Ölvisholt þurfti að bera töluverðan kostnað af því að breyta umbúðunum til að fá bjórinn seldan í ÁTVR.
Flöskumiðinn umdeildi. Ölvisholt þurfti að bera töluverðan kostnað af því að breyta umbúðunum til að fá bjórinn seldan í ÁTVR.

Brugghúsið Ölvisholt lagði á mánudaginn fram stjórnsýslukæru til fjármálaráðherra vegna þeirrar ákvörðunar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að hafna því að taka bjórinn Heilagan papa í sölu. Synjun ÁTVR byggðist á því að nafn og flöskumiði bjórsins, sem sýnir papa halda á krossi í greipum sér, væru til þess fallin að brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða.

Í kærunni eru færð rök fyrir því að enginn lagagrundvöllur sé fyrir ákvörðuninni, hún fari gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins, auk þess sem það sé ekki hlutverk ÁTVR að leggja mat á hvað telst ósæmileg skírskotun til trúarbragða og því sé farið gegn aðgreiningarreglu stjórnsýsluréttarins. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×