Innlent

Ráðherrar víki af Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv vill að ráðherrar víki af þingi. Mynd/ Rósa.
Siv vill að ráðherrar víki af þingi. Mynd/ Rósa.
Gert er ráð fyrir að Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mæli í dag fyrir frumvarpi þess efnis að ráðherrar víki sæti á Alþingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti.

Siv lagði frumvarpið fram ásamt öðrum þingmönnum úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni. Það hefur verið flutt fimm sinnum áður. Í greinagerð með frumvarpinu segir að því sé meðal annars ætlað að skerpa þrískiptingu ríkisvaldsins.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði sú að um leið og forseti hafi skipað alþingismann ráðherra taki varamaður sæti ráðherrans á þingi. Ráðherra eigi hins vegar rétt á þingsæti sínu aftur jafnskjótt og hann lætur af ráðherradómi hafi þing ekki verið rofið og boðað til nýrra kosninga.

Frumvarpið er sjöunda mál á dagskrá þingfundar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×