Innlent

Líklegast mælt með aðildarviðræðum síðar í dag

Búist er við því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mæli með því í dag að aðildarviðræður við Ísland verði hafnar. Verði þetta niðurstaðan á fundi Framkvæmdastjórnarinnar í dag er gert ráð fyrir að málið verði borið upp á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem fram fer dagana 25 og 26 mars, en einróma samþykki leiðtoganna þarf fyrir því að málið komist á rekspöl. Það gæti hins vegar orðið þrautin þyngri verði Icesave-deilan við Breta og Hollendinga ekki útkljáð fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×