Innlent

Bretar opnir fyrir nýjum samningum

Þokast hefur í átt til nýrra samnninga um Icesave. Bresk stjórnvöld munu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, vera reiðubúin til að semja upp á nýtt um ýmsa þætti samkomulagsins.

Þar mun helst horft til vaxtastigs annars vegar og hins vegar möguleikans á því að samið verði um vaxtalaust tímabil. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur verið rætt um að fyrri hluta lánstímans verði vextir breytilegir, en fastir síðari hlutann. Fremur dökkar verðbólguspár í Bretlandi nú um mundir munu hafa áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda hvað þá leið varðar.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×