Innlent

Sonur Sivjar í framboði

Siv með sonum sínum þeim Hákoni Juhlin og Húnboga sem gefur kost á sér í prófkjöri Neslistans. Sjálf sat Siv í bæjarstjórn 1990 til 1998. Mynd/www.siv.is
Siv með sonum sínum þeim Hákoni Juhlin og Húnboga sem gefur kost á sér í prófkjöri Neslistans. Sjálf sat Siv í bæjarstjórn 1990 til 1998. Mynd/www.siv.is
Húnbogi Þorsteinsson, 25 ára gamall sonur Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns og fyrrverandi ráðherra, gefur kost á sér í prófkjöri Neslistans vegna komandi bæjarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi. Húnbogi sækist eftir 5. til 6. sæti. Móðir hans var 28 ára gömul þegar hún var fyrst kjörin í bæjarstjórn Seltjarnarness.

Prófkjörið fram fram laugardaginn 20. febrúar í Valhússkóla frá klukkan 10 og stendur til klukkan 15. Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi á prófkjörsdag og hafa öðlast kosningarétt 29. maí 2010.

Eftirtaldir gefa kost á sér:

Árni Einarsson, 1. sæti

Brynjúlfur Halldórsson, 2.-4. sæti

Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, 5.-6. sæti

Felix Ragnarsson, 3.-4. sæti

Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, 4.-5. sæti

Húnbogi Þorsteinsson, 5.-6. sæti

Kristján Þorvaldsson, 1.-2. sæti

Þorsteinn Sæmundsson, 1. sæti

Upplýsingar um frambjóðendur og prófkjörið er að finna á vefsíðunni www.xn.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×