Innlent

Óttast verðfall verði jörðin Nauteyri seld

Strandabyggð ætlar að svara 15 milljóna króna boði í jörðina með gagntilboði.
Strandabyggð ætlar að svara 15 milljóna króna boði í jörðina með gagntilboði.
Nokkur óánægja mun nú vera meðal landeigenda í innanverðu Ísfjarðardjúpi með að sveitarstjórn Strandabyggðar virti viðlits 15 milljóna króna tilboð Hraðfrystihússins Gunnvarar í jörðina Nauteyri á Langadalsströnd með því að ákveða að gera fyrirtækinu gagntilboð.

Landeigendur segja að Nauteyrin hafi verið metin á um 150 milljónir þegar hún var sett á sölu í fyrra og óttast að verið sé að verðfella aðrar jarðir á svæðinu ef selja eigi Nauteyri á margfalt lægra verði en það. Einn landeigandinn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja væntanlega sölu á slíku verði sérstaklega gagnrýniverða með tilliti til þess að sveitarfélagið stæði ekki það höllum fæti að það þyrfti að selja frá sér eignir. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×