Viðskipti innlent

Norðmenn skoða skipti á Icesave skuld fyrir norskt lán

Sigbjørn Johnsen fjármálaráðherra Noregs er ekki fráhverfur þeirri hugmynd að Norðmenn borgi út Icesave skuld Íslendinga og láni síðan upphæðina til Íslands á mun lægri vöxtum en í boði eru á Icesave skuldinni.

Fjallað er um málið á vefsíðu Aftenposten. Þar er rætt við Sigbjørn Johnsen sem segir að hugmynd þessi hafi komið til umræðu í miklum samskiptum íslenskra og norskra ráðamanna á undanförnum vikum.

„Við höfum rætt þetta en norsk stjórnvöld hafa ekki fengið neina beiðni frá Íslandi um þessa lausn á málinu," segir Sigbjørn Johnsen. „Þetta er nokkuð sem við megum taka tillit til ef slík beiðni berst."

Eins og kunnugt er ber Icesave skuldin 5,5% fasta vexti. Samkvæmt frásögn Aftenposten vonast íslensk stjórnvöld að með endurfjármögnun á skuldinni í gegnum lán frá Noregi geti vextirnir farið niður í 2% til 3,7%.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×