Innlent

Engin svör frá Bretum og Hollendingum

Engin svör hafa borist frá Bretum og Hollendingum um hvort hægt verði að taka upp nýjar samningaviðræður um Icesave. Ríkisstjórnin fundaði með stjórnarandstöðunni nú síðdegis án niðurstöðu. Höskuldur Kári Schram var í Stjórnarráðshúsinu.

Fundur ríkisstjórnarinnar með stjórnarandstöðunni hófst klukkan hálf fimm í dag en fundurinn stóð í rúman klukkutíma.

Beðið er eftir svari frá Bretum og Hollendingum um hvort hægt verði að taka upp nýjar samningaviðræður um Icesave. Íslendingar hafa þó ekki sent formlega beiðni þessa efnis.

„Á þessu stigi er um óformleg samtöl að ræða, þetta er eðli málsins," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Forsætisráðherra sendi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bréf í síðustu viku þar sem forsætisráðherra lagði mikla áherslu á að Icesave málið hafi ekki áhrif á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×