Innlent

„Ég vona að þjóðin segi stórt og feitt nei"

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. Mynd/GVA
„Það er alls ekki þannig að stjórnarandstaðan vilji ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Eitthvað mikið þurfi að ganga á áður en hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin.

Siv, Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni fyrir hádegi þar sem þau ræddu um Icesave málið.

„Á að taka þennan möguleika af fólkinu? Má fólkið þá ekki fá að segja sitt nei. Ég vona að þjóðin segi stórt og feitt nei af því að það bætir samningsstöðu okkar. Það þyrfti að koma miklu betri samningur á borðið til þess að menn færu að blása þjóðaratkvæðagreiðsluna af úr þessu," sagði Siv.

Ragnheiður sagði Icesave væri afar stórt mál. „Við verðum með einhverjum hætti, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að reyna að færa okkur í þá vinnu sem unnin var á vorþinginu þegar allir stjórnarmálaflokkar tóku sig saman og reyndu að gera vont frumvarp betra. Því höfnuðu viðsemjendur okkur," sagði þingmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×