Innlent

Hundruð manna samankomnir á Bessastöðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundruð manna eru saman komnir við bústað forsetans á Bessastöðum.

InDefence mun afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni hátt í 60 þúsund undirskriftir, núna klukkan ellefu, frá fólki sem hvetur forsetann til að synja lögunum staðfestingar. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis sem er á staðnum telur að það séu minnst 600 manns sem taki þátt í athöfninni.

Atburðarrásin hefur gengið friðsamlega fyrir sig.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×