Ham bjargaði jólunum 23. desember 2009 06:00 jólakraftaverk Bloodgroup lenti í kröppum dansi í Hollandi en strákarnir í HAM björguðu málunum í anda jólanna. „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
„Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira