Lífið

HBO kaupir Sólskinsdrenginn

Í stjörnufans.Sólskinsdrengur­inn Keli heillar alla upp úr skónum, hvar sem hann stígur niður fæti. Nú hefur HBO keypt heimildarmyndina og ætlar sér stóra hluti með hana. Sjónvarps­konan Rosie O’Donnell hafði milligöngu um samninginn.
Í stjörnufans.Sólskinsdrengur­inn Keli heillar alla upp úr skónum, hvar sem hann stígur niður fæti. Nú hefur HBO keypt heimildarmyndina og ætlar sér stóra hluti með hana. Sjónvarps­konan Rosie O’Donnell hafði milligöngu um samninginn.

Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið HBO hefur keypt dreifingarréttinn að íslensku heimildarmyndinni Sólskinsdrengnum eftir Friðrik Þór Friðriksson. Myndin verður frumsýnd á einni af sjónvarpsrásum fyrirtækisins en HBO er eitt stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna, tilheyrir Warner-fjölmiðlaveldinu og nær til yfir 38 milljóna áskrifenda.

Margrét var auðvitað í skýjunum þegar Fréttablaðið náði tali af henni en það var fyrir tilstilli Rosie O’Donnell, sjónvarpskonunnar frægu, að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru og HBO-samningurinn komst í höfn. Að sögn Margrétar kom hún á fundi við æðstu menn HBO en slíkt er víst nánast ógjörningur.

„Rosie sá myndina og heillaðist algjörlega af henni. Þetta er náttúrlega ótrúlegt en Rosie er mjög stórt nafn hérna úti,“ segir Margrét sem sjálf hafði ekki hugmynd um hvers slags völd og áhrif sjónvarpskonan hefur.

HBO stefnir á að senda Sólskinsdrenginn í Óskarsforvalið fyrir þetta ár en slíkt kostar mikla peninga. Þeir gera sér vonir um að myndin kunni hljóta náð fyrir augum Akademíunnar. Margrét segir að bæði Rosie og Kate Winslet, sem talar inn á ensku útgáfuna af myndinni, ætli að leggja sitt á vogarskálarnar.

„Þær vilja ljá þessum einhverfu börnum rödd og styðja við bakið á myndinni þegar hún verður frumsýnd.“ Sólskinsdrengurinn segir sögu Kela sem er einhverfur og baráttu móður hans, Margrétar, við að skilja bæði sjúkdóminn og þann hulda heim sem einhverfir búa við.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×