Innlent

Kjarasamningar halda - deilt um skattamál

Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gærkvöldi var ákveðið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skyldu framlengdir til nóvemberloka 2010. Í tilkynningu frá samtökunum segir hinsvegar að þau geti ekki fallist á ákveðin atriði í fyrirliggjandi drögum að yfirlýsingu forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, um framgang stöðugleikasáttmálans.

Ágreiningur er í skattamálum og hefur verið óskað eftir áframhaldandi viðræðum við ríkisstjórnina um þau. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að þær viðræður hefjist sem allra fyrst.

Samninganefnd ASÍ fagnar því að tekist hefur að verja kjarasamninginn og þar á bæ segjast menn treysta því að ásættanleg niðurstaða náist um framhald stöðugleikasáttmálans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×