Innlent

Þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli

Flugvél á vegum Icelandexpress bilaði. Það var hinsvegar leiguvél.
Flugvél á vegum Icelandexpress bilaði. Það var hinsvegar leiguvél.

Flugvél á vegum Icelandexpress, og var að koma frá Alicante á Spáni, þurfti að lenda á Gatwick flugvellinum í London vegna vélarbilunar í nótt.

Bilun kom upp í hreyfli vélarinnar sem varð til þess að hefðbundnar öryggisráðstafanir fóru af stað samkvæmt Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Icelandexpress.

Engin hætta steðjaði að farþegum vélarinnar vegna bilunarinnar. Farþegar skiptu um flugvél og héldu af stað um morguninn til Íslands.

Flugvélin sem bilaði var ekki í eigu Icelandexpress heldur var hún tekin á leigu. Matthías sagðist ekki búast við því að sama vélin yrði notuð aftur í leiguflug á vegum flugfélagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×