Innlent

Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008. Telpan var tveggja og hálfs árs þegar misnotkunin hófst.

Dómnum þótti sannað að brotin, sem fela í sér kynferðismök önnur en samræði, hefðu verið ítrekuð, alvarleg og til þess fallin að hafa mikil og varanleg áhrif á telpuna. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi. Maðurinn er sakhæfur en á við alvarlega persónuleikaröskun að stríða samkvæmt mati sálfræðinga.

Telpunni, sem er fædd árið 2005, voru dæmdar 1500 þúsund krónur í miskabætur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×