Innlent

Hannes Hafstein fékk á sig brotsjó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Suðurnesjum, fékk á sig brotsjó á öðrum tímanum í nótt. Skipið var á leið á landsæfingu SL á sjó sem halda á fyrir utan Grundarfjörð á morgun.

Þegar brotsjórinn skall á skipinu slitnaði Atlantic 21 harðbotna björgunarbátur aftan úr því og hvarf sjónum manna. Bátsins hefur verið leitað í nótt en án árangurs.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kemur fram að veður var vont á svæðinu og þegar brotið kom á skipið var áhöfnin, alls fimm manns, að binda sig niður í stóla sína. Ekki vildi betur til en að skipstjóri björgunarskipsins kastaðist til og rak höfuð í þil þannig að sauma þurfti nokkur spor. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og mun hann taka þátt í æfingunni um helgina.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×