Innlent

Duftgarður vígður í Öskjuhlíð

Duftgarðurinn Sólland í Öskuhlíð.
Duftgarðurinn Sólland í Öskuhlíð.
Duftgarður á milli Perlunnar og Fossvogskirkjugarðs verður vígður næstkomandi föstudag. Hann hefur fengið nafnið Sólland. Framkvæmdir við garðinn hófust sumarið 2005 og hefur síðan verið haldið áfram eins og fjármagn hefur leyft, að fram kemur í tilkynningu. Tveir hólmar og fjögur skógarsvæði verða tekin í notkun í þessum fyrsta áfanga.

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma var úthlutað lóðinni 2003 en samkeppni um hönnun svæðisins fór fram vorið 2003 og var 16 tillögum skilað inn. Arkitektar hjá Teiknistofunni Tröð urðu hlutskarpastir.

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígir duftgarðinn á föstudaginn klukkan 16 og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, mun ávarpa vígslugesti. Eftir vígsluna verður duftker Ásbjörns Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Kirkjugarðs Reykjavíkurprófastsdæma, jarðsett og verður hann því vökumaður garðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×