Innlent

Hengilssvæði stærra en áður

Jarðhitasvæðið í grennd við Hengilinn gæti verið mun stærra en áður hefur verið talið. Ný rannsóknarborhola við Hverahlíð hefur gefið sterkar vísbendingar um að það nái lengra til suðurs.

Samkvæmt mælingum gæti borholan sem um ræðir gefið fimmtán til sautján megavött í raforkuframleiðslu. Hún gæti þjónað þörfum sautján þúsund manna byggðar.

Nú fara fram boranir á fleiri rannsóknarholum, og rannsóknir og mælingar á þeim munu leiða í ljós hvort jarðhitinn á svæðinu sé í raun meiri en áður hafði verið talið. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×