Nýja Kaupþing hefur stefnt Kevin Gerald Stanford, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni og mun krefjast þess að ábyrgðir vegna láns til félagsins Materia Invest ehf. falli á þá.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. september. Samkvæmt upplýsingum frá Geir Gestssyni, lögmanni stefndu, snýst málið um 720 milljóna króna lán til Materia Invest, sem þremenningarnir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir.
Falli ábyrgðin á þá þarf hver að greiða 240 milljónir króna.
Ekki fengust nánari upplýsingar frá Kaupþingi í gær. - bj