Innlent

Vinsælasta grillkjötið

Um tvö tonn af hrefnukjöti hafa selst í verslunum Krónunnar en það kom fyrst í búðir um mánaðamótin. „Þetta er alveg glæsilegt, salan er núna um þrisvar sinnum meiri en síðast," segir Ólafur Júlíusson, sölustjóri Krónunnar.

„Þetta er vinsælasta grillkjötið það sem af er júnímánuði, hefur slegið öllu hinu hefðbundna grillkjöti við," bætir hann við. Sjö hrefnur hafa verið veiddar í sumar en hrefnuveiðibáturinn Jóhanna var að láta úr höfn í gær að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Er ætlunin að taka þrjár í þeim túr, sem stendur í tvo til þrjá daga.- jse








Fleiri fréttir

Sjá meira


×