Sala hvalkjöts er í uppnámi 8. júní 2009 06:00 MYND/víkurfréttir Lítill sem enginn markaður er fyrir hvalkjöt í Japan, samkvæmt forstöðumanni innflutningsfyrirtækisins Asian Trading Co. Ltd. í Japan. Fyrirtækið hefur verið aðalkaupandi afurða Hvals hf. í Japan. Forstöðumaðurinn segir að fyrirtækið ætli ekki að flytja inn hvalkjöt frá Íslandi í ár. Þetta kemur allt fram í upptöku af símasamtali milli manns frá Greenpeace og forstöðumannsins frá því 7. maí, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í samtalinu segir forstöðumaðurinn að Japanar borði lítið sem ekkert hvalkjöt lengur og unga fólkið sé afhuga því. Neysla á hvalkjöti er um 4.000 tonn árlega í Japan, samkvæmt forstöðumanninum, þar með talin neysla á höfrungum. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að ætlunin sé að selja allar langreyðarnar til Japans í gegnum Asian Trading. Um 150 langreyðar á að veiða, sem gera a.m.k. um 6.000 tonn. Í fyrra flutti Hvalur hf. um 80 tonn til Japan í gegnum Asian Trading. „Það geta allir deilt um það til eilífðar hvað Japanar borða mikið á ári," segir Kristján. Hann segir lægð vera í efnahagnum í Japan sem stendur og verð hafi lækkað, en hann hafi ekki áhyggjur af því að enginn markaður sé í Japan. „Menn eru ekki að hugsa bara til ársins í ár heldur til framtíðar. Að komast í gang eftir svona langan tíma er mjög dýrt," segir Kristján. Kristján segist hafa talað við forstöðumann Asian Trading og hann hafi neitað því að hafa talað við Greenpeace. „Ef þetta er samtal við hann þá er þetta eitthvað sem Greenpeace hefur búið til. Þeir vinna þannig," segir Kristján. Í samtali við Fréttablaðið staðfesti maðurinn, sem Greenpeace segist hafa talað við, að hann væri forstöðumaður Asian Trading. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um málið. Nokkrir félagar í Greenpeace komu til Íslands í gær, sunnudag, til að eiga fund með stjórnvöldum og stjórnmálamönnum. „Ástæða þess að við erum að koma er að við viljum sýna stjórnvöldum fram á að það sé enginn markaður fyrir hvalkjöt í Japan," segir Wakao Hanaoka hjá Greenpeace í Japan, sem átti samtalið við forstöðumann Asian Trading fyrir hönd samtakanna.- vsp Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Lítill sem enginn markaður er fyrir hvalkjöt í Japan, samkvæmt forstöðumanni innflutningsfyrirtækisins Asian Trading Co. Ltd. í Japan. Fyrirtækið hefur verið aðalkaupandi afurða Hvals hf. í Japan. Forstöðumaðurinn segir að fyrirtækið ætli ekki að flytja inn hvalkjöt frá Íslandi í ár. Þetta kemur allt fram í upptöku af símasamtali milli manns frá Greenpeace og forstöðumannsins frá því 7. maí, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í samtalinu segir forstöðumaðurinn að Japanar borði lítið sem ekkert hvalkjöt lengur og unga fólkið sé afhuga því. Neysla á hvalkjöti er um 4.000 tonn árlega í Japan, samkvæmt forstöðumanninum, þar með talin neysla á höfrungum. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að ætlunin sé að selja allar langreyðarnar til Japans í gegnum Asian Trading. Um 150 langreyðar á að veiða, sem gera a.m.k. um 6.000 tonn. Í fyrra flutti Hvalur hf. um 80 tonn til Japan í gegnum Asian Trading. „Það geta allir deilt um það til eilífðar hvað Japanar borða mikið á ári," segir Kristján. Hann segir lægð vera í efnahagnum í Japan sem stendur og verð hafi lækkað, en hann hafi ekki áhyggjur af því að enginn markaður sé í Japan. „Menn eru ekki að hugsa bara til ársins í ár heldur til framtíðar. Að komast í gang eftir svona langan tíma er mjög dýrt," segir Kristján. Kristján segist hafa talað við forstöðumann Asian Trading og hann hafi neitað því að hafa talað við Greenpeace. „Ef þetta er samtal við hann þá er þetta eitthvað sem Greenpeace hefur búið til. Þeir vinna þannig," segir Kristján. Í samtali við Fréttablaðið staðfesti maðurinn, sem Greenpeace segist hafa talað við, að hann væri forstöðumaður Asian Trading. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um málið. Nokkrir félagar í Greenpeace komu til Íslands í gær, sunnudag, til að eiga fund með stjórnvöldum og stjórnmálamönnum. „Ástæða þess að við erum að koma er að við viljum sýna stjórnvöldum fram á að það sé enginn markaður fyrir hvalkjöt í Japan," segir Wakao Hanaoka hjá Greenpeace í Japan, sem átti samtalið við forstöðumann Asian Trading fyrir hönd samtakanna.- vsp
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira