Innlent

Már og Arnór hæfastir

Margir spá því að Már Guðmundsson verði skipaður í embætti seðlabankastjóra. Hann og Arnór Sighvatsson eru metnir hæfastir.
Margir spá því að Már Guðmundsson verði skipaður í embætti seðlabankastjóra. Hann og Arnór Sighvatsson eru metnir hæfastir.
Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson voru metnir hæfastir í stöðu Seðlabankastjóra, en sérstök matsnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda hefur lokið störfum, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Átta umsækjendur um embætti seðlabankastjóra uppfylltu lágmarksmenntunarskilyrði laganna um háskólapróf. Í þeim hópi voru til að mynda Þorvaldur Gylfason og Ásgeir Jónsson. Matsnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Már og Arnór væru hæfastir. Már vinnur hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Sviss en hann var lengi aðalhagfræðingur Seðlabankans. Arnór var líka aðalhagfræðingur bankans þar til hann var settur aðstoðarseðlabankastjóri tímabundið.

Sextán sóttu um embætti aðstoðarseðlabankastjóra og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hæfsastir væru Arnór Sighvatsson sem sótti um bæði embættin. Tryggvi Pálsson og Yngvi Örn Kristinsson. Yngvi er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans en Tryggvi er hins vegar framkvæmdastjóri fjármálasvið Seðlabankans.

Það kemur í hlut forsætisráðherra að skipa í stöðurnar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×