Innlent

VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins

VG mælist með mest fylgi samkvæmt könnuninni.
VG mælist með mest fylgi samkvæmt könnuninni.
Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist með mest fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Háskólans á Bifröst.Samkvæmt niðurstöðum könnunar Háskólans á Bifröst á fylgi flokkanna, sem birtar voru í morgun, mælist Vinstri hreyfingin grænt framboð með rúmlega 31% fylgi - hjá þeim sem afstöðu tóku.

27% af þeim sem tóku afstöðu styðja Samfylkinguna og tæp 23% Sjálfstæðisflokkinn. 10,6 % segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 4,9% Borgarahreyfinguna 2,2% Frjálslynda flokkinn og 0,2% Lýðræðishreyfinguna.

1,5% svarenda hyggjast skila auðu og rúm 10% auðu eða ætla að ógilda atkvæði sitt. Aðeins 5% sögðust ekki vera búnir að gera upp hug sinn.

Könnunin var þannig gerð að hringt var í tæplega 1100 manns dagana 14 til 19.apríl. Úrtakið var tekið með tilviljun úr þjóðskrá og eru svarendur á aldrinum 18 til 75 ára. Alls náðust 602 svör.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×