Innlent

Vilja byggja munkaklaustur í Hvalfirði

Kaþólska kirkjan stefnir að því að byggja munkaklaustur í Hvalfirði. Þetta kemur fram í þættinum Sjálfstætt fólk sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Í þættinum eru munkarnir á Kollaleirum við Reyðarfjörð heimsóttir, en einnig er rætt við kaþólska biskupinn á Íslandi, sem sér fyrir sér nokkra klaustursvæðingu á Íslandi.

Biskupinn segir að í efnahagsþrenginunum sem nú ganga yfir geti verið gott fyrir fólk að hafa stað eins og klaustur til að geta leitað friðar í. Nánar um þetta í Sjálfstæðu fólki í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×