Innlent

Kynning með plokkfisksveislu

Gestir gæddu sér á plokkfiski og öðrum veigum á Karamba í gær.
fréttablaðið/valli
Gestir gæddu sér á plokkfiski og öðrum veigum á Karamba í gær. fréttablaðið/valli

 „Það ber að hneigja sig og beygja fyrir fyrirtækjum sem gleyma ekki mikilvægi menningar­starfsemi á tímum sem þessum,“ segir Jón Þór Þorleifsson, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði í sjötta sinn um næstu helgi.

Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær með plokkfisksveislu á veitingastaðnum Karamba við Laugaveg. Sérstaklega voru teknar fram þakkir til aðal­styrktar­aðilanna; Vodafone og Flugfélags Íslands.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×