Enginn útilokar beinlínis ESB-viðræður 13. mars 2009 04:45 Viðskiptaþing 2009. Evrópumál voru ofarlega á baugi hjá stjórnmálamönnum á viðskiptaþingi í gær, sem og eignarhald ríkis á fyrirtækjum og kreppan. Þorgerður Katrín gerði þó tekjuskatt einstaklinga að sérstöku umræðuefni. fréttablaðið/stefán Enginn talsmanna þingflokkanna útilokaði beinlínis ESB-viðræður á næsta kjörtímabili, á viðskiptaþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, var einn um að lýsa miklum efasemdum sínum og telur að krónan kunni að gagnast Íslendingum best á næstu árum. „Að minnsta kosti um sinn, á meðan við erum að reyna að komast út úr þessu með auknum útflutningi og verðmætasköpun, sem byggir á raunsætt skráðum gjaldmiðli,“ spurði hann. VG hefði ekki breytt um stefnu, en þegar málið kæmi til ákvörðunar, ætti að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar, sagði aðild að ESB vera mikið hagsmunamál: „Ég tel að Samfylkingin eigi að setja það sem skilyrði fyrir aðild sinni að næstu ríkisstjórn að aðildarviðræður að ESB hefjist á næsta kjörtímabili,“ sagði hann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, sagðist vonast til þess að næsti formaður flokksins fengi umboð landsfundar hans til að fara í viðræður. „Við verðum að meta hlutina upp á nýtt,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði stefnu flokksins skýra: „Afstaðan er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru,“ sagði hann. Sigmundur spurði þá Steingrím nánar út í hans afstöðu; hvort hann útilokaði stjórnarsamstarf við Samfylkinguna, setti hún Evrópumál að skilyrði. Steingrímur svaraði því ekki játandi en vildi þó vara Samfylkingu við að setja skilyrði. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður frjálslyndra, sagði þjóðina eiga að svara spurningunni um ESB í atkvæðagreiðslu. Skilyrði flokksins væru skýr: að halda í auðlindir þjóðarinnar. - kóþ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Enginn talsmanna þingflokkanna útilokaði beinlínis ESB-viðræður á næsta kjörtímabili, á viðskiptaþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, var einn um að lýsa miklum efasemdum sínum og telur að krónan kunni að gagnast Íslendingum best á næstu árum. „Að minnsta kosti um sinn, á meðan við erum að reyna að komast út úr þessu með auknum útflutningi og verðmætasköpun, sem byggir á raunsætt skráðum gjaldmiðli,“ spurði hann. VG hefði ekki breytt um stefnu, en þegar málið kæmi til ákvörðunar, ætti að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar, sagði aðild að ESB vera mikið hagsmunamál: „Ég tel að Samfylkingin eigi að setja það sem skilyrði fyrir aðild sinni að næstu ríkisstjórn að aðildarviðræður að ESB hefjist á næsta kjörtímabili,“ sagði hann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, sagðist vonast til þess að næsti formaður flokksins fengi umboð landsfundar hans til að fara í viðræður. „Við verðum að meta hlutina upp á nýtt,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði stefnu flokksins skýra: „Afstaðan er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru,“ sagði hann. Sigmundur spurði þá Steingrím nánar út í hans afstöðu; hvort hann útilokaði stjórnarsamstarf við Samfylkinguna, setti hún Evrópumál að skilyrði. Steingrímur svaraði því ekki játandi en vildi þó vara Samfylkingu við að setja skilyrði. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður frjálslyndra, sagði þjóðina eiga að svara spurningunni um ESB í atkvæðagreiðslu. Skilyrði flokksins væru skýr: að halda í auðlindir þjóðarinnar. - kóþ
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira