Innlent

Erlendir miðlar fjalla um kynhneigð Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Skipan Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra vekur athygli víða um heim. Sér í lagi sú staðreynd að hún yrði fyrsti samkynhneigði forsætisráðaherrann sem væri það fyrir opnum tjöldum.

Miðlar víða um heim hafa fjallað um Jóhönnu og segja að hún verði fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra nokkurstaðar í heiminum taki hún við embættinu í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. USA Today og fréttaveitan Associated Press hafa greint frá þessu en einnig fréttamiðla samkynhneigðra víða um heim.

Stærsti fréttavefur samkynhneigðra í Evrópu, Pink news, fjallar stuttlega um efnahagsvanda Íslands og sviptingar í stjórn landsins en áherslan er á Jóhönnu. Íslendingar væru í fyrsta sinn á fá konu í embætti forsætisráðherra, konu sem væri einnig samkynhneigð.

Breski fréttavefurinn UK Gay News fullyrðir að Jóhanna verði fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherrann nokkur staðar í heiminum. Þess er þó getið að Per-Kristian Foss sem er samkynhneigður hafi tekið við forsætisráðherraembættinu í Noregi um tíma árið 2002 þegar Kjell Magne Bondevik hafi farið í stutt leyfi. Foss sé þó hvergi getið á listum yfir forsætisráðherra Noregs og teljist því varla með.

Því er bætt við í umfjölluninni að það teljist ef til vill ekki frétt á Íslandi að samkynhneigður forsætisráðherra taki við á Íslandi þar sem kynhneigð fólks teljist einkamál þar og þar fyrir utan skipti það ekki máli.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×