Innlent

Ætlar ekki að rjúfa þing

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Geir H. Haarde sagði að fundi loknum með forseta Íslands á Bessastöðum að málin væru nú í höndum forseta sem færi með verkstjórn í þessu máli. Geir sagði einnig að ekki væri heppilegt að rjúfa þing.

Hann sagðist einnig hafa átt mjög óformlegan fund með forystumönnum flokkanna í dag. Þeir gerðu sér grein fyrir að valdið væri nú í höndum forestans. Í máli Geirs kom fram að hann hafi ekki óskað eftir stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands.

Hann sagði einnig að ekki gæti hann gert grein fyrir því hvað þeim fór á milli en þeir funduðu í tæpan klukkutíma á Bessastöðum.

Forsetinn mun funda með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur klukkan 18:00 í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×