Innlent

Forsetinn veitir ekki stjórnarmyndunarumboð í kvöld

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að það komi ekki til greina að hann veiti umboð til stjórnarmyndunar í kvöld.

Hann segist vilja hlusta á sjónarmið forystumanna flokkanna og meta þau. Ólafur mun ræða einslega við forystumenn allra stjórnmálaflokkana í kvöld og heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Ólafur sagði þó að hann myndi tjá sig um samræður sína við forystumenn stjórnmálaflokkanna í kvöld ef fyrir lægju skýrar línur eftir samtölin.  

Geir Haarde forsætisráðherra fundaði með forsetanum í dag. Eftir fund þeirra sagðist hann ekki ætla að rjúfa þing og ekki ætla að óska eftir umboði til stjórnarmyndunar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×