Innlent

Jóhanna yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann

Jóhanna Sigurðardóttir gæti orðið forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir gæti orðið forsætisráðherra.

Fari svo að Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, leiði ríkisstjórn í minnihlutasamstarfi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verður hún fyrst íslenskra kvenna til að gegna starfi forsætisráðherra.

Fréttastofa greindi frá því í morgun að samkomulag hefur náðst um minnihlutastjórn á bak við tjöldin. Össur Skarphéðinsson og Lúðvík Bergvinsson unnu að myndun hennar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Samkvæmt upphaflegu samkomulagi stóð til að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði forsætisráðherra.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greindi síðan fjölmiðlum frá því laust eftir hádegi að hún hefði ekki hug á því að leiða ríkisstjórnina en legði til að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×