Innlent

Ísland hjálpi við endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB

Michael Köhler
Michael Köhler
Framkvæmdastjórn ESB hefur boðið sjávarútvegsráðuneytinu að skipa íslenskan fulltrúa til að taka þátt í endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu sambandsins. Þetta kom fram í máli Michaels Köhler, háttsetts fulltrúa á skrifstofu Joe Borg sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, á málfundi um sjávarútvegsstefnu ESB og Ísland sem haldinn var á vegum Háskólans á Bifröst á Grand Hótel í gær.

Svonefnd „grænbók“ um næstu endurskoðun stefnunnar á að koma út í apríl. Köhler sagði að framkvæmdastjórnin vildi að fulltrúi frá Íslandi tæki þátt í þessu endurskoðunarstarfi. - aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×