Innlent

Suðurstrandarvegur allur boðinn út

Margsvikið kosningaloforð um Suðurstrandarveg kann loks að verða efnt. Samgönguráðherra lofar nú að vegagerðin í heild verði öll komin í útboð fyrir mitt þetta ár.

Það eru Þorlákshöfn og Grindavík sem eiga mest undir því að fá uppbyggðan malbikaðan veg á milli þessara tveggja öflugustu sjávarbyggða við suðurströnd landsins. Þessum 58 kílómetra langa vegi var lofað í tengslum við kjördæmabreytinguna fyrir fimm árum þegar Suðurkjördæmi varð til. Síðan hefur Suðurstrandarvegur hvað eftir annað lent undir niðurskurðarhnífnum, iðulega með þeim rökum að önnur verkefni séu brýnni. En nú hyllir undir að kraftur verði settur í verkið. Þegar samgönguráðherra kynnti viðauka við samgönguáætlun í vikunni lagði hann fram áætlun um Suðurstrandarveg. Hún gerir ráð fyrir að fyrri áfanginn, sem liggur frá Þorlákshöfn, verði boðinn út um næstu mánaðamót og síðari áfanginn, sem liggur frá Ísólfsskála, verði boðinn út í júní í sumar. Vegamálastjóri áætlar að vegargerðin taki tvö til þrjú ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×