Innlent

Aldrei fleiri sótt um dvalarleyfi á Íslandi

Pólskir verkamenn að störfum í Reykjavík.
Pólskir verkamenn að störfum í Reykjavík.

Útlendingastofnun hafa aldrei borist fleiri umsóknir um dvalarleyfi en á árinu 2007, eða 17.408, miðað við 16.651 árið áður. Alls voru gefin út 13.565 dvalarleyfi og fjölgaði þeim um 676 frá árinu 2006. Þetta kemur fram í vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Nýjar umsóknir voru 10.500 árið 2007 og 9.700 árið 2006, aðrar umsóknir voru vegna óska um framlengingu á dvöl. Stærstur hluti þeirra sem sótti um dvalarleyfi hafði í hyggju að búa á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar, en flestir þeirra sem hugðust búa utan þess nefndu Reykjanesbæ, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð.

Flestir umsækjendur voru frá Póllandi og Kínverjar eru í öðru sæti. Hér má sjá skiptinguna eftir þjóðerni.

Pólland 63%

Kína 9%

Litháen 7%

Filippseyjar 4%

Þýskaland 3%

Portúgal 3%

Bandaríkin 3%

Tæland 3%

Lettland 3%

Kanada 2%



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×