Innlent

Lögreglan haldlagði metmagn af fíkniefnum

Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt mun meira magn af fíkniefnum á götunni þetta ár heldur en áður, að sögn Karls Steinars Valssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Hann segir ástæðuna vera þá að í byrjun ársins hafi lögreglan sett upp lista með um 150 mönnum sem lögreglan taldi vera virkustu sölumenn landsins.

Karl Steinar segir að lögreglan hafi haft afskipti af um 80-90% af þeim sem voru á þessum lista. Sumir hafi komið við sögu oftar en einu sinni. Þá hafi nokkrir af þeim sem voru á listanum þegar verið komnir í fangelsi.

Karl Steinar segir að lögreglan einbeiti sér helst að þeim sem séu í innflutningi, sölu og ræktun, en sé minna að fylgjast með þeim sem séu í neyslu. Þannig hafi tekist að auka magn af þeim fíkniefnum sem haldlagt er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×