Innlent

Björgunarsveitin Sigurvon bjargaði báti á reki

Björgunarsvetin Sigurvon festi bát sem var losna frá bryggju. Mynd/ Víkurfréttir.
Björgunarsvetin Sigurvon festi bát sem var losna frá bryggju. Mynd/ Víkurfréttir.

Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út í morgun vegna báts sem losnaði frá bryggju. Um var að ræða um 10 tonna trillu sem losnaði frá og rak í nærstadda báta.

Björgunarsveitarmenn fóru út á björgunarbátunum Þorsteini, drógu lausa bátinn færðu bátinn aðeins til og festu hann síðan aftur. Einhverjar skemmdir urðu á bátum í kring en engar stórvægilegar. Hvasst hefur verið í Sandgerði í gærkvöldi og í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×