Innlent

Áhlaup á Seðlabankann - Varnarúða hótað

Rétt í þessu var gert áhlaup á Seðlabanka Íslands. Á annað hundrað manns eru við bygginguna og ruddust tugir þeirra inn í stofnunina. Hópurinn vill fá að ræða við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra.

Lögreglan er með viðbúnað við bankann og hefur hótað að beita piparúða gegn hópnum.

Eggjum hefur verið kastað í bygginguna og málningu skvett í anddyri þess. Reistur hefur verið upp fáni með áletruninni: ,,Tökum málið í okkar hendur."

Borgarahreyfingin boðaði til þjóðfundar fyrr í dag og hófst fundurinn klukkan 15 og voru hið minnsta tvö þúsund manns á fundinum við Arnarhól.

Hitastemning var á fundinum þrátt fyrir fimbulkulda, en ræðumenn á fundinum voru Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Margrét Pétursdóttir verkakona, Snærós Sindradóttir nemi og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Enginn mun þeirra þó hafa hvatt til að fólk réðist inn í Seðlabankann.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×