Innlent

Samgöngur til Eyja í algjöru uppnámi

Eyjamenn óttast afturför í samgöngum.
Eyjamenn óttast afturför í samgöngum.

Hætt hefur verið tímabundið við útboð á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og Flug­félag Vestmannaeyja er hætt að fljúga á milli lands og Eyja. Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu mála.

Skorað er á samgönguráðherra að leita leiða til að bjóða út smíði skipsins og í ljósi kreppu að allra leiða verði leitað til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða í nýsmíðina. Ráðið leggur þunga áherslu á að haldið verði áfram með framkvæmdir við Landeyjahöfn og tryggt verði að hægt sé að nýta höfnina eigi síðar en sumarið 2010 með leigu á skipi eða breytingum á núverandi Herjólfi.

Fyrir liggur að Flugfélag Vestmannaeyja getur ekki haldið úti flugi á Bakka nema til komi ríkisstyrkur. Bæjarráð hvetur samgönguráðherra til að beita sér fyrir slíkum styrk til félagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×