Innlent

Séð og heyrt mátti ekki birta mynd af Tarantino

Quentin Tarantino
Quentin Tarantino MYND/HARI

Alti már Gylfason blaðamaður Séð og heyrt og Birtíngur útgáfufélag ehf voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til þess að greiða Ingu Birnu Dungal 180.000 krónur ásamt vöxtum. Einnig var þeim gert að greiða 160.000 króna sekt í ríkissjóð auk 600.000 króna í málskostnað.

Dómur féll í málinu í dag en Inga Birna stefndi umræddum aðilum vegna myndbirtingar í blaðinu. Taldi dómurinn að Atli már hefði gerst sekur um brot með því að hafa birt tvær ljósmyndir sem stúlkan tók í blaðinu.

Myndirnar tók hún af kvikmyndaleikstjóranum Quentin Tarantino sem staddur var á skemmtistað í Reykjavík. Myndirnar voru vistaðar inn á „Myspace" vefsvæði stúlkunnar en Atli taldi sig hafa fengið leyfi til þess að birta þær í blaðinu.

Ekki þótti sannað að stúlkan hefði veitt það leyfi og var hann því dæmdur til refsingar.

Atli Már segist í samtali við Vísi vera óánægður með dóminn en getur ekkert sagt til um hvort honum verði áfrýjað, það sé í höndum lögmanns sins.

„Dómurinn hlýtur að vera áfall fyrir blaðamannastéttina í heild sinni og þrengir starfsumhverfi blaðamanna til muna. Samkvæmt þessum dómi eru framin brot í hundraðatali á degi hverjum, ekki bara í blöðum heldur á vefsíðum þar sem margir birta sömu myndina án þess að hafa til þess leyfi eða viti hver tók myndina."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×