Valgerður sakar Geir um forystuleysi 24. nóvember 2008 14:31 Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira