Innlent

Ísland í beinni á NBC - Ekki minnst á kreppuna

Íslenskt landslag.
Íslenskt landslag.

Nýting orkuauðlinda hér á landi og í tveimur öðrum löndum verður til umfjöllunar í The Today Show, morgunþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, dagana 18. og 19. nóvember. Sent verður beint frá Íslandi báða dagana.

,,Þetta er frábær auglýsing fyrir Ísland og það verður ekkert fjallað um kreppuna," segir Hinrik Ólafsson, framleiðandi hjá Profilm, og hlær. Fyrirtækið vinnur að undirbúningi útsendingarinnar með starfsmönnum NBC.

,,Meginþemað er orkumálin og hvernig við höfum nýtt jarðvarmann og fallvötnin en einnig verður lögð áhersla á náttúruna og daglegt líf," segir Hinrik bætir við að auk þess verði fjallað um íslenska hestinn og íslensku sauðkindina. ,,Það er eina féð sem er verðmætt í dag."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×